Vöruhúsin

Parlogis rekur tvö vöruhús. Annars vegar lyfja- og heilbrigðisvöruhús sem staðsett er á Krókhálsi 14 og hins vegar neytendavöruhús að Skútuvogi 3. Starfsmenn vöruhúsanna eru um 60 talsins.

Í vöruhúsum Parlogis er lögð höfuðáhersla á nákvæm og vönduð vinnubrögð með þjónustulipurð að leiðarljósi. Áreiðanleiki í vöruhúsunum er undantekningarlaust framúrskarandi enda er unnið eftir ströngum gæða- og verkferlum.

Krókháls 14

Lyfja- og heilbrigðisvöruhús

Parlogis rekur lyfja- og heilbrigðisvöruhús að Krókhálsi 14. Vöruhúsið er um 3.000 fm að stærð með 2.200 brettaplássum og yfir 4,5 km af tínsluhillum. Þaðan eru daglega afgreiddar rúmlega 500 pantanir til apóteka, spítala, heilbrigðisstofnana og ýmissa sérfræðinga. Í vöruhúsinu er unnið samkvæmt ströngum stöðlum sem gilda um meðhöndlun lyfja og lækningatækja.

3.000 m2

2.200 brettapláss

Yfir 500 pantanir afgreiddar daglega

Skútuvogur 3

Neytendavöruhús

Neytendavöruhús Parlogis er staðsett á Skútuvogi 3. Stærð þess er um 3.200 fm og brettapláss eru rúmlega 4.200. Í neytendavöruhúsinu eru að mestu leyti hýstar lífrænar matvörur, vítamín og bætiefni. Þaðan eru afgreiddar rúmlega 200 pantanir á dag til apóteka, stórmarkaða og ýmissa sérverslana.

3.200 m2

4.200 brettapláss

Matvörur, vítamín og bætiefni