Verðskrá
Um almennar pantanir gildir eftirfarandi
Þjónusta til aðila á höfuðborgarsvæðinu er án endurgjalds ef verðmæti pantana er yfir 30.000 kr. en á landsbyggðinni bætist við þjónustugjald, 880 kr., fyrir hverja pöntun.
Pantanir að verðmæti undir 30.000 kr. bera þjónustugjald, 2.500 kr., á hverja pöntun.
Sóttar pantanir
Pantanir sóttar samdægurs (5 vörulínur eða færri) bera þjónustugjald, 1.300 kr.
Pantanir sóttar eftir 24 tíma bera ekki þjónustugjald.
Hraðþjónusta
Hraðþjónusta er í boði fyrir viðskiptavini. Á höfuðborgarsvæðinu er í boði annars vegar hraðþjónusta með leigubíl þar sem afhent er eins fljótt og kostur er og hins vegar hraðþjónusta sem miðast við:
Afhendingarmáti hraðþjónustu | Verð |
---|---|
Höfuðborgarsvæðið, þriggja tíma afhending | 2.900 kr./pöntun |
Höfuðborgarsvæðið með leigubíl | 4.900 kr./pöntun |
Landsbyggðin, akstur | 5.000 kr./pöntun |
Landsbyggðin, flug | 6.500 kr./pöntun |
Neyðarþjónusta lyfja og hjúkrunarvara utan opnunartíma
Afhendingarmáti neyðarþjónustu | Verð |
---|---|
Þjónusta við höfuðborgarsvæðið um helgar og helgidaga milli kl. 11:00-14:00, með heimakstri | 20.000 kr./pöntun |
Þjónusta við landsbyggðina um helgar og helgidaga milli kl. 11:00-14:00. Afhending fer fram með næsta flugi, rútu eða flutningabíl | 20.000 kr./pöntun |
Neyðarþjónusta utan þjónustutíma | 30.000 kr./pöntun |
Endursendingar, aðrar en leiðréttingar, bera þjónustugjald | 3.150 kr./pöntun |
Gildistími
Ofangreindir skilmálar og gjaldskrá gildir frá 1. janúar 2023. Parlogis áskilur sér rétt til endurskoðunar á þjónustuáætlun og gjaldskrá ársfjórðungslega.