Þjónustuáætlun

Almennt um pantanir

Tekið er á móti pöntunum mánudaga – fimmtudaga 08:00 – 16:00, föstudaga 08:00 – 15:00. Netfang þjónustuvers er pantanir@parlogis.is. Beinn sími: 590-0210.

Pantanir sem koma í hús fyrir kl. 12:00, berast viðskiptavinum næsta virka dag nema um annað hafi verið sérstaklega samið.

Hraðþjónusta

Í boði er hraðþjónusta, þar sem stefnt er að afhendingu vöru innan 2-3 klst. frá pöntun til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu.

Sambærileg hraðþjónusta fyrir viðskiptavini á landsbyggðinni byggir á afhendingu með næsta flugi, rútu eða flutningabíl.

Boðið er upp á afgreiðslu mjög áríðandi pantana lyfja og hjúkrunarvara utan opnunartíma. Sjá nánar í verðskrá Parlogis. Sími neyðarþjónustu er: 824-6200.

Endursendingar

Tekið er við endursendingum samkvæmt endursendingarreglum Parlogis (sjá reglur hér).

Frekari upplýsingar má finna í endursendingareglum Parlogis.