Samfélagsleg ábyrgð
Samfélagsleg ábyrgð Parlogis
Nafnið Parlogis er dregið af setningunni “Partner in logistics” sem lýsir vel hlutverki fyrirtækisins. Parlogis býður alhliða þjónustu við vörustjórnun innan heilbrigðis- og heilsuvörugeirans og leggur höfuðáherslu á metnaðarfull vinnubrögð, afburðaþjónustu og áreiðanleika. Samfélagsleg ábyrgð Parlogis er mjög mikil, sérstaklega þegar horft er til þess að það ber ábyrgð á aðfangakeðju u.þ.b. 40% lyfjamarkaðarins á Íslandi auk þess sem fyrirtækið er með mikil umsvif hvað dreifingu á hjúkrunarvörum og lækningatækjum varðar. Parlogis tekur hlutverki sínu mjög alvarlega og gætir vel að því að nægar öryggisbirgðir markaðssettra lyfja og lækningatækja séu til í landinu.
700 pantanir daglega
Parlogis er með tvö vöruhús í rekstri. Annað þeirra er sérhæft fyrir lyf og heilbrigðisvörur til að tryggja rétt geymslu- og vinnsluskilyrði samkvæmt ströngum kröfum og hitt vöruhúsið er sérhæft fyrir neytendavörur á borð við vítamín og fæðubótarefni, íþróttavörur og matvöru. Að jafnaði eru um 700 pantanir afgreiddar daglega úr vöruhúsum Parlogis til apóteka, sjúkrahúsa, rannsóknarstofa, tannlækna, sérfræðilækna og dagvöruverslana og í flestum tilfellum eru pantanir afgreiddar innan 24 klukkustunda.
Fagleg vinnubrögð í fyrirrúmi
Gæðamál eru í hávegum höfð í allri starfsemi Parlogis. Unnið er samkvæmt ISO 9001, GDP (Good Distribution Practice) og GMP (Good Manufacturing Practice). Lyf eru viðkvæm vara og því þarf að gæta sérstaklega vel bæði að flutningi og geymsluskilyrðum til að tryggja virkni og gæði þeirra. Móttökuskoðun er framkvæmd á öllum lyfjum til að tryggja að lyf uppfylli tilsettar kröfur áður en lyfin eru samþykkt til sölu og fara í almenna dreifingu innan heilbrigðiskerfisins.
Samfélagsskýrsla samstæðunnar
Samfélagsskýrsla Ósa og dótturfélaganna, Parlogis og Icepharma, gefur góða mynd af starfsemi félaganna og því mikilvæga hlutverki sem þau gegna í samfélagslegu tilliti. Um er að ræða heildstæða samantekt á þeim fjölbreyttu verkefnum samstæðunnar sem styðja við samfélagslega ábyrgð og sjálfbæra þróun.