Starfsemin

Viðskiptavinir Parlogis einbeita sér að sölu- og markaðsstarfi á meðan sérfræðingar okkar sjá um aðfangakeðjuna

Hlutverk Parlogis er að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu á sviði vörustjórnunar og hámarka þannig arðsemi viðskiptavina. Mikil hagræðing er fólgin í því fyrir bæði kaupendur og seljendur varanna að nýta þétt dreifikerfi fyrirtækisins og sérþekkingu í birgðarstýringu og tengdri þjónustu. Þannig sérhæfir Parlogis sig í víðtækri vörustjórnun sem gefur viðskiptavinum þess tækifæri á því að einbeita sér að sinni kjarnastarfsemi.

Saman myndum við lífæð heilbrigðis

Parlogis og systurfélag þess, Icepharma, heyra bæði undir Ósa. Saman vinna félögin markvisst að því að þjónusta heilbrigðisgeirann, auka lífsgæði einstaklinga og stuðla að bættu heilbrigði og vellíðan landsmanna, með öflugu framboði lyfja, lækningatækja, rekstrarvara og heilsueflandi vara, þar sem víðtæk vörustjórnun og dreifingarþjónusta Parlogis skipar stórt hlutverk.

Ósar veitir dótturfélögunum, Icepharma og Parlogis, stoðþjónustu á sviði upplýsingatækni, mannauðsstjórnunar, við umsýslu fjármála og í tengslum við hlítni og gæðastarf þannig að dótturfélögin geti hvert fyrir sig einbeitt sér að kjarnastarfsemi sinni.

Vörustjórnun frá A til Ö

BIRGÐASTÝRINGINNKAUPFLUTNINGURRUHÝSINGPANTANAMÓTTAKADREIFINGINNHEIMTA

Vöruhúsin okkar

Parlogis rekur tvö vöruhús. Annars vegar lyfja- og heilbrigðisvöruhús sem staðsett er á Krókhálsi 14 og hins vegar neytendavöruhús að Skútuvogi 3.

KRÓKHÁLS 14

Lyf og heilbrigðisvörur

SKÚTUVOGUR 3

Neytendavörur

Viðskiptavinir með ólíkar þarfir

Þjónusta Parlogis er sérsniðin að þörfum hvers viðskiptavinar fyrir sig. Sem dæmi getur ein tegund af samstarfi falið í sér móttöku pantana frá viðskiptavinum, dreifingu um land allt og innheimtu. Önnur tegund af samstarfi getur falið í sér víðtækari þjónustu þar sem Parlogis býður auk þess upp á aðstoð við birgðastýringu og innflutning á vörum. Hlutverk Parlogis er því margþætt, allt eftir starfsemi og þörfum viðskiptavinanna.

Vottanir og gæðakerfi

Parlogis er vottað af BSI samkvæmt ISO 9001 staðlinum. Parlogis leggur mikla áherslu á gæðstjórnun og stöðuga þróun gæðakerfis. Áhersla er á skráða verkferla í gæðahandbók, þjálfun starfsmanna og vinnubrögð á öllum sviðum. Fyrirtækið byggir reglulegt gæðaeftirlit og gæðakröfur á GMP (Good Manufacturing Practice) og GDP (Good Distribution Practice) kröfum Evrópusambandsins.

Parlogis hefur sömuleiðis hlotið jafnlaunavottun en hér má nálgast upplýsingar um jafnlaunastefnu fyrirtækisins.