Þjónusta Parlogis

Parlogis sér um víðtæka vörustjórnun fyrir fjölmörg markaðsfyrirtæki í heilbrigðisgeiranum og leitast við að sníða lausnir vörustjórnunar að ósk viðskiptavina hverju sinni. Allir viðskiptavinir Parlogis nýta sér vöruhýsingu auk þess sem Parlogis getur veitt framúrskarandi þjónustu á öllum stigum aðfangakeðjunnar allt frá birgðastýringu til innheimtu.

Með því nýta þjónustu Parlogis í vörustjórnun til fulls geta markaðsfyrirtæki einbeitt sér að því sem skiptir mestu máli í sínum rekstri, þ.e. að sinna sölu- og markaðsstarfi ásamt þjónustu við viðskiptavini.

Fyrirtæki sem vilja leggja áherslu á faglega þjónustu við viðskiptavini, markaðs-og kynningarstarf geta þannig úthýst vörustjórnun, allt frá innkaupum til sölu og innheimtu til Parlogis.

Vörustjórnun frá A til Ö

Vörustjórnun frá A til Ö

Þær lausnir sem markaðsfyrirtækin geta valið úr eru m.a.:

  • Birgðastýring
  • Innkaup
  • Tollafgreiðsla
  • Vörumóttaka
  • Geymsla
  • Móttaka pantana
  • Dreifing og innheimta reikninga

Auk þess eru í boði ýmsar sérlausnir s.s. merkingar, dreifing á bæklingum, bókhalds-og tölvuþjónusta.

Allir viðskiptavinir Parlogis geta fengið beinan aðgang að söluupplýsingum og þannig fylgst jafnóðum með sölu og birgðastöðu á eigin vörum.

Árlegar þjónustukannanir sanna gæði þjónustunnar

Parlogis framkvæmir árlega þjónustukönnun á meðal viðskiptavina þar sem óháð markaðsrannsóknarfyrirtæki sendir út spurningalista til apóteka, sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana. Niðurstöður könnunarinnar hafa um árabil sýnt ótvírætt fram á að Parlogis veitir heilbrigðiskerfinu framúrskarandi þjónustu og áreiðanleika í fremstu röð á Íslandi.

Vöruhúsin okkar

Parlogis rekur tvö vöruhús. Annars vegar lyfja- og heilbrigðisvöruhús sem staðsett er á Krókhálsi 14 og hins vegar neytendavöruhús að Skútuvogi 3.

KRÓKHÁLS 14

Lyf og heilbrigðisvörur

SKÚTUVOGUR 3

Neytendavörur