Parlogis Special

Hlutverk Parlogis Special er að útvega lyf og aðrar heilbrigðisvörur sem þörf er á en eru ekki fáanleg alla jafna á Íslandi. Þannig vill Parlogis leggja sitt af mörkum til að reyna að koma í veg fyrir lyfjaskort og tryggja öryggi sjúklinga á Íslandi. Ástæður geta verið tímabundinn skortur á skráðum lyfjum eða ef það þarf að útvega lyf eða heilbrigðisvörur sem ekki eru markaðssettar á Íslandi.

Starfsmenn Parlogis Special búa yfir mikilli þekkingu og reynslu í að leita af lyfjum frá öðrum markaðssvæðum, flytja þau til landsins og skrá sem undanþágulyf.

Parlogis hefur margoft komið að innflutningi í neyðartilfellum og má þar nefna mótefni við eitrunum, bóluefni við hundaæði, lyf við dreyrasýki, mannshúð í brunatilfellum eða aukaskammt af lyfjum vegna sérstakra tilfella þegar notkun er óvanalega mikil.  Þannig innflutningur er kapphlaup við tímann þar sem allir þurfa að vinna vel saman til að ná settu marki.

Parlogis Special hefur aðgang að víðu neti birgja um heiminn þar sem áralangt samstarf skilar sér í frábærri samvinnu sem þýðir að allir leggjast á eitt til að bregðast við með hraða og nákvæmni.

Allir ferlar innan Parlogis eru hannaðir til að bregðast hratt við ef neyðarástand skapast og tryggja þarf lífsnauðsynleg lyf eða aðrar heilbrigðisvörur til landsins. Starfsmenn Parlogis, erlendir birgjar og flutningsaðilar vinna sem ein heild til að koma vörum í réttar hendur á sem stystum tíma án þess að slaka á gæðakröfum.

Skortur á skráðum lyfjum:

Í þeim tilfellum sem skortur er á skráðum lyfjum og ekki eru til sambærileg lyf á markaði, leggjum við okkur fram við að brúa bilið með tímabundnum innflutningi á undanþágulyfjum að gefinni heimild Lyfjastofnunar.

Ábendingar um lyfjaskort vegna vöntunar á skráðum lyfjum er hægt að koma á framfæri við special@parlogis.is en við bendum á að markaðsleyfishöfum ber að tilkynna lyfjaskort til Lyfjastofnunar. Upplýsingar um lyfjaskort á skráðum lyfjum og úrræðum er að finna á vefsíðu Lyfjastofnunar https://www.lyfjastofnun.is/lyf/lyfjaskortur/lyfjaskortsfrettir/

Lyf sem ekki eru markaðssett á Íslandi:

Parlogis Special tekur á móti beiðnum um leit og innflutning á lyfjum sem ekki eru fáanleg á Íslandi en þörf er á og Lyfjastofnun heimilar. Í þeim tilfellum eru lyfin skráð sem undanþágulyf og einungis seld gegn undanþágu frá læknum og heilbrigðisstofnunum.

Beiðnir og ábendingar má senda á netfangið special@parlogis.is

Ný undanþágulyf eru birt í lyfjaverðskrá tvisvar í mánuði, þann 1 og 15. hvers mánaðar.

Nánari upplýsingar um ávísun undanþágulyfja og lyfjaverðskrá má nálgast á vefsíðu Lyfjastofnunar.