Samskipti og hlítni
Ósar – lífæð heilbrigðis hf. og dótturfélögin Icepharma hf. og Parlogis ehf. starfa í umhverfi sem er varðað lögum, reglugerðum og opinberu eftirliti á ýmsa vegu. Eðli starfseminnar kallar á að félögin og starfsfólk þess vandi vinnubrögð sín í hvívetna og hlíti lögum, reglum og ítrustu stöðlum þegar kemur að siðferði og samskiptum við hagsmunaaðila. Siða- og samskiptareglur Ósa og dótturfélaga hafa verið settar til stuðnings stefnum og gildum félaganna, eru settar fram sem lágmarkskröfur og eiga að þjóna sem leiðarvísir fyrir starfsfólk í samskiptum þeirra við hagsmunaðila. Tilgangur reglnanna er að stuðla að heiðarleika, gagnsæi, réttsýni og sanngirni og efla traust og trúverðugleika á félögin sem samstæðuna mynda og starfsfólk þeirra.
Ábendingar eða tilkynningar um misferli
Hér er hægt að senda inn ábendingar eða tilkynningar um misferli. Misferli felur m.a. í sér að Ósar og dótturfélögin, Icepharma og Parlogis, eða starfsfólk þessara félaga hafi í störfum sínum orðið uppvíst að ólöglegu athæfi, valdið öðrum tjóni eða brotið gegn siða- og samskiptareglum.