Jafnlaunastefna Parlogis

Markmið jafnlaunastefnu Parlogis er að tryggja að starfsfólki séu greidd jöfn laun fyrir sömu og jafnverðmæt störf innan fyrirtækisins. Jafnlaunastefnan nær til allra starfsmanna fyrirtækisins.
Forstjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfi Parlogis og að kerfið sé í samræmi við lög nr. 10/2008 um jafnan rétt kvenna og karla og skv. jafnalaunastaðlinum ÍST 85:2012.

Parlogis skuldbindur sig til að:

- Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi sem byggir á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012.
- Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og kanna hvort að það mælist munur eftir kyni.
- Kynna starfsmönnum niðurstöður árlegrar launagreiningar og bregðast við óútskýrðum launamun.
- Framkvæma árlega innri úttekt á jafnlaunakerfið og halda rýni stjórnenda árlega.
- Fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem í gildi eru og hafa áhrif á jafnlaunakerfið. Staðfesta skal það árlega að þessum kröfum sé framfylgt.
- Skapa umgerð til að setja fram og rýna jafnlaunamarkmið árlega.

Jafnlaunastefnan er kynnt öllum starfsmönnum Parlogis og er aðgengileg á heimasíðu fyrirtækisins.